Fall dollarans

Heima á Íslandi skrifaði Dr. Gunni frábæran pistil um hnignum frábærleikans fyrir stuttu. Hitti beint í mark. En hér fyrir westan hafa menn áhyggjur af stöðu dollarans. Fyrst fréttist það að þýsk ofurfyrirsæta krefðist þess að fá borgað í evrum en ekki í dollurum. Svo kom sjálft áfallið þegar ofurrapparinn Jay-Z létt glitta í búnt af evruseðlum í tónlistarmyndbandi.
Halló!
Þetta væri eins og að Bæjarins Bestu auglýstu eina með öllu í evrum. Þá væri virkilega kominn tími til að hafa áhyggjur. Ætli íslensku seðlabankastjórarnir fari bara ekki bráðum að fá borgað í evrum? Eru þetta ekki bara dauðakippir í krónunni?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband