Færsluflokkur: Tónlist

Ingrid Michaelson og William Fitzsimmons



Ég hef einfaldan tónlistarsmekk. Undanfarið hef ég getað lifað nokkurs konar sníkjulífi á tónlistarvali Zach Braff (leikara í Scrubs). Ef hann mælir með einhverju þá eru góðar líkur á að mér þyki það áheyrilegt. Ég sá um daginn að hann mælti með Ingrid Michaelson. Hún hefur verið að gera það gott undanfarið, átti m.a. lag í Grey´s Anatomy og hefur verið að mæta og spila í spjallþáttum í sjónvarpinu. Ég skellti mér á itunes og fékk mér lagið The Way I Am. Síðan sá ég að hún var að koma til Rochester til að hita upp fyrir einhvern annan. Ég skellti mér á tónleikana en því miður var hún búin að spila þegar ég mætti. Komst ekki að því fyrr en ég var búinn að hlusta á hitt upphitunarbandið sem var hljómsveit frá Kaliforníu. Þeir voru sæmilegir, en ekki nógu reiðir, allt of kátir. Það er náttúrulega ekki eðlilegt að opna húsið klukkan 7 og vera búin með upphitunarnúmer fyrir háttatíma barnanna. Ég var síðan eitthvað að vafra þarna um og fór og keypti diskinn hennar. Fannst ég eitthvað kannast við stelpuna sem var að selja og þá var þetta auðvitað hún sjálf. Diskurinn er mjög góður, rennur bara ljúft í gegn. Maður þarf ekkert að vera að skippa yfir óþolandi lög. Kannski smá Norah Jones fílingur í þessu en samt ekki eins jassað.


Zach Braff mælti líka með öðrum sem er fínn og heitir William Fitzsimmons. Hann er frá Pittsburg og alinn upp af foreldrum sem bæði eru blind. Mæli með laginu hans Funeral Dress.

Þau hafa stundum verið með tónleika saman og það væri náttúrulega frábært að komast á svoleiðis.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband