Allt á réttri leið

Þetta er allt að koma. Maður les það náttúrulega úr hagtölum og í erlendum fjölmiðlum. Þetta kemur náttúrulega ekki fram hjá hrun- og tuðverjum. En sumir þola mjög illa árangur þessarar ríkisstjórnar.
mbl.is „Mikil ábyrgð að velta steinum í götuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sælir eru einfaldir.

Birgir (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

heyrðu þó að ég sé tuðverji af því að ég hef gagnrýnt margar ákvarðanir ríkisstjórnar Íslands þá skal ég ræða við þig hagtölur. Eigum við að tala um samdrátt í opinberri fjárfestinu? Eða viltu frekar ræða samdrátt í fjárfestingu fyrirtækja og einstaklinga? Eigum við að ræða þá staðreynd að AGS telur að hagvaxtaskeið hefjist ekki á næsta ári og að forsendur þjóðhagsspár sjóðsins, sú þjóðhagsspá sem að notuð er til grundvallar fjárlaga næsta árs sé brostin? Eigum við að ræða atvinnuleysið? Eigum við að ræða sívaxandi skuldir fyrirtækja, heimila og hins opinbera? Hvaða hagtölur viltu ræða sem að flokkast ekki udnir tuð í okkur tuðverjum?

Það er bara hluti af heilbrigðri umræðu og heilbrigðu lýðræði að vera ekki sammála um alla hluti. Það sýnir hins vegar vanda Steingríns þegar hann kallar umræðu um sívaxandi skatta og mikinn niðurskurð sem tilraunir til þess að leggja stein í götu þeirra sem að ætli að ná þjóðarskútunni af skerinu. Hann talar eins og hann sé eini maðurinn sem að vilji þessu þjóðfélagi vel. Aðrir séu bara valdagráðugir og vilji þess vegna leggja stein í götu hans, hans sem að öllu ræður og allt getur.

Eins sýnir það vanda þinn sem stuðningsmanns að þú hafir ekki sterkari rök gegn gagnrýnni umræðu og gagnrýnni hugsun á þjóðfélagsmálin önnur en þau að kalla þetta tuð. Ég vona að þú kallir ekki önnur sjónarmið sem að þú heyrir í starfi þínu sem læknir tuð þegar menn eru að vega og meta sjúkdóma. Eins ættir þú ekki að kalla gagnrýna umræðu á störf ríkisstjórnar Íslands tuð, þó að þú styðjir Steingrím Jóhann Sigfússon. Láttu ekki flokks og foringjahollustuna blinda þig.

Jóhann Pétur Pétursson, 23.12.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband