Sjúklingar án landamæra

Það var góð grein í NY Times Magazine um læknasamtök sem nefnast RAM (Remote Area Medical).

Þeir ferðast um heiminn og veita fólki ókeypis læknisþjónustu. Þeir hafa farið til Guyana, Indlands, Tansaníu og Haítí.

Í greininni var fjallað um eina slíka ferð - til Virginíu!

Já slík er þörfin heimafyrir að þeir þurfa í raun ekkert að ferðast út fyrir landssteinana. Þeir setja upp aðstöðu á túni þar sem kappreiðar fara venjulega fram. Þar slá þeir upp tjöldum og vinna heila helgi.
Biðröðin eftir þjónustu byrjaði að myndast klukkan þrjú um nóttina, og það biðu 800 manns þegar þeir opnuðu klukkan hálf sex á laugardagsmorgni.

Flestir koma í augnskoðun og til tannlæknis. Þeir draga tennur úr fólki þarna í massavís.

Þeir reyna líka að bjóða upp á greiningu á sykursýki og leghálsskoðun hjá konum en eftirspurnin er lítil. Fólk kemur vegna verkja, eða vegna þess að það sér ekki nógu vel til að geta verið í vinnu.

Á myndunum má sjá hversu frumstæð aðstaðan er, svona eins og maður sér kannski á stöðum þar sem miklar náttúruhamfarir hafa átt sér stað og einhverju er hrugað saman í skyndi.

Svona eru andstæðurnar í heilbrigðiskerfinu hér.

Hér er tengill á greinina, veit ekki hvort að hann virkar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband