Bandaríkjamenn eru sigurvegarar, Íslendingar.....

Bandaríska þjóðarsálin er sigurvegari í eðli sínu og þolir illa að tapa. Sú íslenska er vön því að tapa nánast alltaf, en er þess vegna mun þrautseigari. Fátt segir manni jafn mikið um þjóðarsál lands en að horfa á ólympíuleika í viðkomandi landi. Ég hef upplifað þetta heima, hér, og líka í Frakklandi. Það er skemmtilegast að horfa á ólympíuleika á Íslandi, þar fær maður að sjá mestu breiddina, og þar sem að við erum svo lélegir í íþróttum þá fer ekki mikill tími í að eltast við íslensku keppendurna.

Franska útgáfan af ólympíuleikum var mjög ólík þeirri íslensku. Þetta voru í raun hjólreiða-ólympíuleikar, og keppt í fáum öðrum markverðum greinum. Það var svo sem allt í lagi vegna þess að við Meredith (og Ólafur í bumbunni) vorum einmitt á hjólaferðalagi í Frakklandi þegar ólympíuleikarnir voru í Sydney.

Banaríska útgáfan af ólympíuleikunum einkennist af leit að bandarískum keppendum sem eru líklegir til að ná verðlaunasæti. Þeir þurfa ekki líkt og Frakkar og Íslendingar að halda tryggð við ákveðnar keppnisgreinar. Bandaríkjamenn keppa nánast í öllu þannig að það er alltaf einhver að vinna einhversstaðar. Ef hinsvegar gengur illa, þá er þeirri grein hent út í buskann, og ekki þess virði að fylgjast með, þó um klassíksar bandarískar íþróttir sé að ræða eins og t.d. körfubolta.

Skemmtilegast finnst Bandaríkjamönnum að fylgjast með eigin íþróttamönnum í keppni um verðlaunasæti þar sem ofan á bætist einhver mannleg tragedía, eins og t.d. ef fjölskyldumeðlimur einhvers keppandans liggur fyrir dauðanum á spítala.

Aðdragandi íraksstríðsins í fjölmiðlunum hér minnti mig á aðdraganda ólympíuleika. Það var verulega mikil jákvæð keppnisspenna í loftinu, og svo píulítil alvara. En Bandaríkjamenn ætluðu sér að mæta á svæðið, sópa að sér gullum og halda síðan heim.

En þjóðarsálin þolir illa að tapa og þess vegna er íraksstríðið farið að fara verulega í taugarnar á Bandaríkjamönnum. Þetta er eins og með Bandaríska körfuboltaliðið á ólympíuleikum, þeir eru með besta liðið en eru samt að tapa! Þeir hafa ekki þessa sömu seiglu og við í að halda áfram með sínu liði þó að á móti blási. Þeir vilja að íraksstríðið hverfi úr sjónvarpinu og gleymist sem fyrst. En það er með stríð eins og ólympíuleika, það verður keppt aftur fyrr en varir og það gengur bara betur næst!

Jæja

Ég ákvað að skrá mig til að geta bullað svolítið í öðrum bloggurum á moggablogginu.  Ég er annars með mitt blaður hér.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband